Brúsastaðir í öðru sæti yfir afurðahæstu kúabúin

Brúsastaðir í Vatnsdal. Mynd af vef Húnavatnshrepps.
Brúsastaðir í Vatnsdal. Mynd af vef Húnavatnshrepps.

Brúsastaðir í Vatnsdal er í öðru sæti yfir afurðahæstu kúabú landsins árið 2018 samkvæmt fyrstu niðurstöðum skýrsluhalds mjólkurframleiðslunnar sem Ráðgjafarþjónusta landbúnaðarins birti á vef sínum í gær. Tölurnar eru birtar með þeim fyrirvara að enn hafa ekki allar skýrslur borist og því hugsanlegt að breytingar geti orðið.

Hóll í Svarfaðardal er afurðahæsta kúabú landsins með 8.902 kg að meðaltali eftir hverja árskú á árinu 2018. Brúsastaðir eru í öðru sæti en býlið vermdi fyrsta sætið í fyrra. Þar er meðalnytin 8.461 kg eftir hverja árskú. Í þriðja sæti er svo Hraunháls í Helgafellssveit þar sem meðalnytin er 8.452 kg á árskú.

Nythæst kúa á Norðurlandi vestra var Krissa á Brúsastöðum sem sem mjólkaði 13.142 kg. á síðasta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir