Byggðarráð Húnaþings vestra fagnar frumkvæði íbúa við Vatnsnesveg
Á fundi byggðarráðs Húnaþings vestra sl. mánudag var lögð fram til kynningar ályktun frá fundi íbúa við þjóðveg 711, Vatnsnes og Vesturhóp en fjölmennur íbúafundur var haldinn á Hótel Hvítserk þann 10. október sl. þar sem fundarefnið var afleitt ástand vegarins. Í ályktuninni er m.a. skorað a sveitarstjórn að koma til liðs við íbúa við veginn með öllum ráðum og þrýsta á stjórnvöld um úrbætur.
„Byggðarráð fagnar því frumkvæði sem íbúar við veg 711, Vatnsnes og Vesturhóp, sýna með fundinum og greinargóðri ályktun. Byggðarráð tekur heils hugar undir ályktunina sem og athugasemdir og áhyggjur íbúa varðandi ástand vegarins. Byggðarráð mun leita allra leiða til að þrýsta á stjórnvöld að koma veginum í ásættanlegt ástand,“ segir í fundargerð byggðarráðs.
Nánar um íbúafundinn hér.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.