Byggðasafn verðlaunað fyrir faglega uppbyggingu og rannsóknir
feykir.is
Skagafjörður
21.10.2008
kl. 08.40
Ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi gerðu sér glaðan dag síðast liðinn fimmtudag og héldu uppskeruhátíð sína í Skagafirði. Ferðast var um fjörðinn og ýmislegt skemmtilegt gert í tilefni dagsins. Við sama tilefni veitti Pétur Rafnsson, formaður Ferðamálasamtaka Ískands Byggðasafni Skagfirðinga viðurkenningu samtakanna fyrir faglega uppbyggingu og rannsóknir.
Nánar verður fjallað um uppskeruhátíð ferðaþjónustuaðila í Feyki á fimmtudag.