Byggðastofnun leitar að sérfræðingi

Á heimasíðu Byggðastofnunar er auglýst laust til umsóknar starf sérfræðings á þróunarsviði stofnunarinnar. Í starfinu felst meðal annars að vinna við undirbúning og gerð byggðaáætlunar og vinna við greiningar á þróun byggðar á lands- og landshlutavísu með tilliti til byggðaáætlunar og sóknaráætlana landshluta.

Fram kemur að starfsmaðurinn þarf að hafa áhuga á atvinnulífi, menningu og öðrum byggðamálum, stefnumótun og víðtæku samstarfi. Hann þarf að vera tilbúinn til að vinna að þeim fjölbreyttu þáttum byggðamála sem sinnt er á þróunarsviði í samstarfi við annað starfsfólk Byggðastofnunar, fólk utan hennar og með eigin frumkvæði og drifkrafti. Starfinu fylgja töluverð ferðalög.
Staðsetning starfsins er á Sauðárkróki og þarf umsækjandi að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 28. janúar nk.

Sjá nánar HÉR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir