Byggingadómar hrossa annað kvöld
feykir.is
Skagafjörður, Hestar
22.03.2010
kl. 16.09
Fræðslunefnd Léttfeta fyrirhugar er að halda sýnikennslu í byggingadómum hrossa í Reiðhöllinni Svaðastöðum á morgun, þriðjudagskvöldið 23. mars. Kennslan hefst í Tjarnarbæ kl 20:00.
Eftir kennslustundina í Tjarnabæ verður farið yfir í reiðhöllina og skoðuð bygging á nokkrum hrossum. Leiðbeinandi verður Víkingur Gunnarsson kynbótadómari og kennari við Háskólann á Hólum. Þetta er tilvalið fyrir alla þá sem hafa áhuga á því að fræðast um byggingu hrossa og þá þætti sem lagðir eru til grundvallar þegar hross kemur til dóms.