Helgargóðgætið - lakkrís skyrkaka

Já það er að koma helgi og veðurspáin ætlar að bjóða upp á rigningu og þá heillar mig lítið að fara í útilegu eins og planið var. Þá er spurning um að baka eitthvað annað en vandræði og prófa að setja í þessa góðu skyrköku sem ég smakkaði um daginn....... Mmmmmm góð var hún og ef þér finnst bæði lakkrís og piparkökur góðar þá mæli ég með að skella í þessa um helgina.

Lakkrís skyrkaka

byrjar á því að gera botninn og notar í hann...

200 g Lu kanilkex
3/4 af Nóa kropp poka (200gr.) 
100 g smjör

- Bræðið smjörið
- Hakkið Lu kexið og Nóa kroppið.
- Blandið bræddu smjörinu saman við og setjið í eldfast mót.

 

Skyrblandan

600 g lakkrís skyr
400 ml þeyttur rjómi

- Þeytið rjóma og bætið skyrinu úti og hrærið saman

- Hellið blöndunni yfir kexbotninn og kælið í 4 tíma lágmark.

 

Skraut ofaná kökuna

 

- 5 lakkrísrör - klippti í litla bita og dreyfði yfir

- Notar restina af Nóa kroppinu c.a 50gr. og dreyfir því yfir

 

Njótið 

kv sigga sigga sigga

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir