Chris Davenport kominn í raðir Stólanna

Eins og kunnugt er hefur samstarfi körfuknattleiksdeildar Tindastóls og Brandon Garrett verið hætt og var hann því ekki með í sigurleik liðsins á móti Grindavík í gær. Í hans stað kemur annar Bandaríkjamaður, Chris Davenport að nafni.

Chris Davenport er fæddur 1994 í Atlanta, 203 sentimetra hár framherji og að sögn Stefáns Jónssonar, formanns deildarinnar, má búast við að leikmaðurinn verði kominn með leikheimild fljótlega eftir helgina.

Um leið og Stefán fagnar komu Davenport til félagsins segir hann Garrett hafa skilaði sínu vel fyrir félagið. „Færum við honum bestu þakkir fyrir hans framlag síðustu tvo mánuði,“ segir Stefán.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá nokkur vel valin atriði hjá Chris Davenport.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir