Dagný Rósa oddviti í Skagabyggð

Dagný Rósa Úlfarsdóttir.
Dagný Rósa Úlfarsdóttir.
Dagný Rósa Úlfarsdóttir var kjörin oddviti Skagabyggðar á fyrsta fundi nýkjörinnar sveitarstjórnar Skagabyggðar sem haldinn var þann 8. júní síðastliðinn. Magnús Björnsson var kosinn varaoddviti og Karen Helga Steinsdóttir ritari.
 
Í sveitarstjórnarkosningunum þann 26. maí síðastliðinn fór fram persónukjör í Skagabyggð og voru eftirtaldir kosnir í sveitarstjórn:
 

Aðalmenn:
Dagný Rósa Úlfarsdóttir, Ytra-Hóli .1
Magnús Jóhann Björnsson, Syðra-Hóli.
Kristján Steinar Kristjánsson, Steinnýjarstöðum.
Karen Helga R. Steinsdóttir, Víkum.
Magnús Bergmann Guðmannsson, Vindhæli.

Varamenn:
1. Bjarney Ragnhildur Jónsdóttir, Tjörn.
2. Linda Björk Ævarsdóttir, Steinnýjarstöðum.
3. Baldvin Sveinsson, Tjörn.
4. Elín Anna Rafnsdóttir, Kurfi.
5. Erla Jónsdóttir, Kambakoti.

Fleiri fréttir