Dagskrá Vetrarhátíðar raskast vegna veðurs

Ákveðið hefur verið að hætta við stóran hluta af dagskrá Vetrarhátíðar í Skagafirði vegna slæmrar veðurspár um helgina. Það er risasvigið og Vetrarleikarnir, sem er þrautabraut fyrir börn, sem verða ekki haldnir á morgun en ætlunin er að vera með vélsleðaspyrnuna í lok dags.

Að sögn Viggós Jónssonar, staðarhaldara Tindastóls og skipuleggjanda Vetrarhátíðar, var í raun ekki annað hægt í stöðunni þar sem veðrið er óneitanlega stór hluti af upplifuninni og ekki spennandi kostur að vera í fjallinu í 15 m/s og snjókomu, eins og veðurspá segir til um.

Fleiri fréttir