Dagskrá við Blönduóskirkju frestast

Athöfn við jólatréð við Blönduóskirkju hefur verið frestað. Mynd: Blonduos.is
Athöfn við jólatréð við Blönduóskirkju hefur verið frestað. Mynd: Blonduos.is

Í auglýsingu á vef Blönduósbæjar segir að dagskránni sem vera átti á Kirkjuhólnum á Blönduósi í dag, þar sem kveikt skyldu ljós á jólatré, hafi verið frestað vegna veðurs. Jólasveinarnir úr Langadalsfjalli vita greinilega að best er að hafa varann á og ætla því ekki að ana út í ótryggt veður og færð. 

Auglýst verður síðar hvenær af athöfn verður.

Fleiri fréttir