Dagur aldraðra á næsta fimmtudag

Á degi aldraðra, næstkomandi fimmtudag sem jafnframt er uppstigningardagur, verður messað í Sauðárkrókskirkju á degi aldraðra. Þar mun sönghópur F.E.B. syngja við messuna.

Sönghópurinn heldur svo söngskemmtun seinna sama dag, í Frímúrarasalnum kl. 15:00. Ræðumaður dagsins verður Atli Gunnar Arnórsson og söngstjóri Jóhanna Marín Óskarsdóttir. Þorbergur Skagfjörð Jósefsson syngur einsöng og Hermann Jónsson leikur á harmónikku.

Boðið verður upp á vöfflur og kaffi en aðgangseyrir er kr. 1000. Ekki er tekið við kortum. Í tilkynningu um söngskemmtunina er sérstaklega tekið fram að þeir sem þurfa að fá aðstoð í stiganum upp í Frímúrarasalinn verði aðstoðaðir.

Fleiri fréttir