Dagurinn var ein stór gleðisprengja

Glaðvær hópur þátttakenda í Sumarkjóla- og búbbluhlaupinu á Króknum. MYNDIR FRÁ MÖRGUM
Glaðvær hópur þátttakenda í Sumarkjóla- og búbbluhlaupinu á Króknum. MYNDIR FRÁ MÖRGUM

Síðastliðinn fimmtudag var í fyrsta skipti haldið Sumarkjóla- og búbbluhlaup á Sauðárkróki. Það var hlaupahópurinn 550 rammvilltar sem héldu utan um viðburðinn í samstarfi við veitingastaðinn Sauðá og Radacini vín.

„Mætingin fór framúr okkar björtustu vonum en við teljum að um 80 manns hafi tekið þátt. Veðrið hefði ekki getað verið betra, glampandi sól, logn og margar gráður. Stemningin var frábær frá upphafi til enda og skemmtum við okkur saman á pallinum á Sauðá langt fram eftir kvöldi. Þessi dagur var ein stór gleðisprengja og við hlökkum til að endurtaka leikinn að ári,“ sagði Vala Hrönn Margeirsdóttir þegar Feykir spurði hana út í hvernig til hefði tekist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir