Danskir doktorsnemar á Hólum
Það verður sífellt meira um það að hópar erlendra stúdenta komi til Hóla dvelji þar tímabundið við nám og starf. Nýverið var þar fjölmennur hópur á vegum samstarfsverkefnis Danmarks Tekniske Universitet, Københavns Universitet og Háskóla Íslands.
Prógrammið var aðallega stílað inn á doktorsnema í myndgreiningu og merkjafræði. Nemarnir hafa þá ýmist bakgrunn í rafmagnsverkfræði, hagnýtri stærðfræði eða tölvunarfræði.
Á heimasíðu Hóla segir að það sé gaman að fá slíka hópa í heimsókn og að á Hólum sé aðstaða einkar góð til að taka á móti þeim. Danski hópurinn hafi verið sérlega glaður með allan aðbúnað og móttökur Hólamanna og ekki hafi fegurð umhverfisins verið til þess að spilla fyrir.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.