Danssýning í Varmahlíðarskóla

Nemendur allra bekkja Varmahlíarskóla fengu danskennarann Ingunni Margréti Hallgrímsdóttur frá Dalvík til sín í upphafi vikunnar og sýndu svo afrakstur kennslunnar með danssýningu sem aðstandendum var boðið að koma á í gær.  

Ingunn mundi ekki hvað hún væri búin að koma mörg ár og kenna dans í Varmahlíðarskóla en þau eru orðin ansi mörg. Hver bekkur eða bekkjareining fær 5x40 mín. í kennslu og sagði hún að árangurinn sem börnin næðu á ekki meiri tíma væri ótrúlegur. Hver bekkjareining kom svo fram og dansaði fyrir áhorfendur. Eftir sýningu var svo það sem stendur yfirleitt uppúr hjá börnunum þegar þau fá að sækja aðstandendur eða kennara og marsera. Brúin sem búin var til og fara þurfti undir var ansi löng og lagið spilaðist sjö ferðir áður en marseringunni lauk. Síðan var öllum boðið uppá kaffi, djús, piparkökur og mandarínur í skólanum, virkilega skemmtilegt uppbrot í skólanum í aðdraganda jóla.  Fleiri myndir frá danssýningunni er að finna á heimasíðu skólans.HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir