Dino Butorac genginn til liðs við Tindastól í körfunni

Dino Butorac. MYND AF FB
Dino Butorac. MYND AF FB

Það styttist í að körfuboltalið Tindastóls í Dominos-deildinni hefji æfingar fyrir komandi keppnistímabil. Eftir að hafa fengið Daneiro Axel Thomas, Brynjar Þór Björnsson og Urald King til liðs við sig var það síðan leitt fyrir Tindastólsmenn að missa Skagfirðinginn Sigtrygg Arnar Björnsson yfir til Grindvíkinga nú í sumar. Stólarnir eru þó ekki að baki dottnir og hafa fundið reynslumikinn Króata, Dino Butorac, til að fylla skarð Arnars og mun hann leika með Stólunum á komandi keppnistímabili.

Í yfirlýsingu körfuknattleiksdeildar segir: -KKD Tindastóls hefur samið við króatíska skotbakvörðinn Dino Butorac um að leika með liðinu á komandi keppnistímabili í Dominosdeild karla. Hann er fæddur árið 1990 og er 1,93 cm á hæð. Dino hefur verið á mála hjá liðum í Króatíu, Svíþjóð og Þýskalandi við góðan orðstír. KKD Tindastóls býður Dino velkominn í hópinn og verður gaman að fylgjast með þessum fjölhæfa leikmanni í Síkinu í vetur.-

Hér má sjá myndband með Dino >

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir