Diskur með Fúsa Ben

Út er kominn 10 laga diskur með frumsömdum lögum Fúsa Ben þar sem hann gælir við gítarinn allt frá instrumental kassagítar í melódískt rokk. 

Þetta er fyrsti sólódiskur Fúsa, sem að öllu jöfnu leikur á  gítar í hljómsveitinni Fúsaleg Helgi og Bróðir Svartúlfs. Diskurinn var tekinn upp í stúdíói sem Fúsi er búinn að koma sér upp heima hjá sér og spilar hann á öll hljóðfærin sjálfur. Hönnun umslagsins er einnig heimagert en það var í höndum Söru Rutar Fannarsdóttur kærustu Fúsa. 

Diskurinn verður til í bestu plötubúð landsins, Raftækjadeild Skagfirðigabúðar, en einnig er hægt að hafa samband við Fúsa í síma 848 3160 eða á netfangið sigfusben@gmail.com.  

Hér að neðan er hægt að heyra titillag disksins, Sad Sunday. 

Fleiri fréttir