Dósasöfnun Unglingaráðs körfuboltans á morgun
feykir.is
Skagafjörður
14.12.2017
kl. 16.06
Á morgun, 15. desember milli kl. 17 og 21, ætla krakkarnir í yngri flokkum körfuboltadeildar Tindastóls að ganga í hús á Sauðárkróki og safna dósum og flöskum í ferðasjóð yngri flokkanna. Misritað var í Jóladagskrá í Skagafirði sem birtist m.a. í Sjónhorni að söfnunin færi fram þann 16. des.
Dósasöfnun er mikilvæg fjáröflun í íþróttastarfi og safnast að jafnaði mjög vel í Skagafirði. Eins og allir vita sem komið hafa að íþróttastarfi er ferðakostnaður stór liður í fjárhaldi félaga og allar dósir og flöskur sem hafa skilagjald vel þegnar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.