Dragnótabátar að veiðum uppi við land

Á Sauðárkróki í gær. Á myndinni má sjá dragnótaskipið Hafborgu EA 152 þar sem hún var að veiðum skammt undan landi. Mynd:FE
Á Sauðárkróki í gær. Á myndinni má sjá dragnótaskipið Hafborgu EA 152 þar sem hún var að veiðum skammt undan landi. Mynd:FE

Það var fallegt um að litast á Sauðárkróki í gær þegar þessi mynd var tekin, logn og rjómablíða þó þokan hefði tyllt sér á Þórðarhöfðann og eyjarnar. Það skyggði þó á ánægju margra að sjá að tveir dragnótabátar höfðu gert sig heimakomna rétt upp við landsteinana og má sjá annan þeirra, Hafborgu EA 152 sem er tæplega 300 brúttólesta skip, á myndinni þar sem hún er að veiðum á slóðum sem vinsælar eru hjá sjóstangaveiðmönnum. Hinn báturinn var Onni HU 36 sem er 60 brúttólestir

Á Facebooksíðu Árna Gunnarssonar má sjá myndband sem tekið var af bátunum og í kjölfarið skoðanaskipti þar sem kemur fram að ekki eru allir á sama máli um veiðar sem þessar.

Bann við dragnótaveiðum á Skagafirði var afnumið þann 1. nóvember sl. og að sögn Stefáns Vagns Stefánssonar, formanns byggðarráðs Skagafjarðar, hefur sveitarstjórn engin svör fengið frá ráðamönnum við mótmælum þeim sem sem hún sendi frá sér þá. „Þetta er bara ekki gott og við munum ítreka mótmæli okkar á næstu dögum ef ekki verður hlustað á sjónarmið okkar,“ sagði Stefán Vagn í samtali við Feyki.  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir