Drangar með tónleika á Hvammstanga
Hljómsveitin Drangar verður með tónleika í Félagsheimilinu á Hvammstanga fimmtudagskvöldið 14. nóvember n.k. og hefjast þeir kl. 20:00.
Hljómsveitina skipa Mugison, Jónas Sig og Ómar Guðjóns og nú í október gefur hljómsveitin út samnefnda plötu, Drangar. Öll lög og textar á plötunni eru eftir hljómsveitarmeðlimina.
Hægt er að kaupa miða á tónleikana á vef hljómsveitarinnar, drangar.is. Norðanátt.is segir frá þessu.