Drangey úr leik í bikarnum
Þriðjadeildarliðið Drangey á Sauðárkróki lék við KF í Fjallabyggð um helgina í bikarnum og fékk slæma útreið frá nágrönnum sínum hinumegin við Tröllaskagann. Á heimasíðu Tindastóls segir að leikurinn hafi byrjað illa, en slæm varnarmistök kostuðu Drangey mark á upphafsmínútum leiksins.
Á 70. mínútu ná KF menn að skora sitt annað mark og þá misstu Drangeyingar móðinn eftir að hafa lagt allt í að jafna leikinn og ódýr mörk litu dagsins ljós og KF komnir með 5-0 forystu. Hilmar Kára náði að klóra í bakkann og minnka muninn eftir mikinn atgang í teig KF og lokatölur 5-1. Næsti leikur hjá Drangey er 20. maí á Sauðárkróksvelli gegn KFG.
Sjá umfjöllun um leikinn HÉR