Dráttarvél niður um ís í Laxárvatni
Það er ýmislegt sem gerist í sveitinni, segir á Facebook-síðu Björgunarfélagsins Blöndu á Blönduósi, en rétt eftir hádegið á föstudag fengu félagar útkall um að dráttarvél hefði fallið niður um ís í Laxárvatni. Til allrar hamingju komst bóndinn út úr vélinni áður en hún sökk niður.
Segir í færslunni að vaskur hópur félaga hafi farið með tæki og tól á staðinn til að hefja aðgerðir. Þegar búið var að meta umfang aðgerðarinnar var brugðið á það ráð að fá lánaða beltagröfu sem stóð við Laxárvirkjun í eigu Steypustöðvar Skagafjarðar en án hennar hefði aðgerðin tekið mikið lengri tíma með keðjusögum o.fl. „Þetta fór allt eins vel og það gat farið og er dráttarvélin nú komin inná verkstæði í afvötnun og þurrkun.“
Fleiri myndir er hægt að nálgast HÉR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.