Dreifing á Feyki tefst
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
21.09.2012
kl. 10.45
Vegna óviðráðanlegra orsaka munu áskrifendur Feykis sem og aðrir íbúar Norðurlands vestra utan Sauðárkróks ekki fá nýjasta tölublaðið inn um bréfalúguna fyrr en eftir helgi. Blaðinu verður dreift til allra íbúa á svæðinu.
Fólk er beðið um að afsaka þessi vandræði okkar.
Fleiri fréttir
-
Vel heppnað þorrablót Félags eldri borgara í Húnaþingi vestra
Félag eldri borgara í Húnaþingi vestra hélt sitt árlega þorrablót í Félagsheimilinu Hvammstanga í gær og þar var að sjálfsögðu allt upp á tíu. Nærri 120 manns komu þar saman og skemmtu sér konunglega.Meira -
Hreint ekki eins og atvinnuviðtal | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla 25.01.2026 kl. 15.14 oli@feykir.isMér finnst einhvern veginn eins og þeir sem vilja að við göngum í Evrópusambandið ættu öðrum fremur að vera með það á hreinu hvers konar ferli fer í gang þegar ríki sækir um inngöngu í sambandið. Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar, er það hins vegar greinilega ekki. Nema hann tali gegn betri vitund. Í umræðum á Alþingi 20. janúar líkti hann því þannig við einfalt atvinnuviðtal. Upplýsingar um ferlið er víða að finna. Ekki sízt á vefsíðum Evrópusambandsins. Til að mynda má benda Grími á sérstakan upplýsingabækling sem sambandið hefur gefið út í þeim tilgangi að útskýra umsóknarferlið.Meira -
Kjúklingakarrí og lambaréttur | Matgæðingar Feykis
Matgæðingar vikunnar í tbl. 32 - 2025 í Feyki voru Anna Icban og Þorgeir Freyr Sveinsson. Anna er fædd og uppalin á Filippseyjum og er frá höfuðborginni, Manila. Svo slysaðist hún á að hitta Þorgeir á stefnumótaforriti og nú býr hún í Reykjavík og vinnur á Alþingi. Þorgeir er fæddur og uppalinn í Skagafirði, í Akrahreppi, í eina fjölbýlishúsinu þar, þ.e. á Frostastöðum. Hann vinnur í Háskóla Íslands, nánar tiltekið á prófaskrifstofu háskólans.Meira -
Njarðvíkingar kaffærðir í Síkinu
Feykir hafði spáð hörkuleik í Síkinu í gærkvöldi þegar Njarðvíkingar sóttu Stólana heim í Bónus deild karla. Það má kannski öllu nafn gefa og kannski var þetta hörkuleikur en ekki var hann spennandi. Heimamenn tóku öll völd í fyrsta leikhluta og gestirnir fengu ekki rönd við reist þegar eimreið Stólanna brunaði ítrekað yfir þá. Mestur varð munurinn 35 stig í þriðja leikhluta en gestirnir löguðu stöðuna í fjórða leikhluta. Lokatölur 113-92.Meira -
Norðurland vestra fékk 772 milljónir til sóknaráætlana á fimm ára tímabili
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla 24.01.2026 kl. 13.58 oli@feykir.isNýverið kom út greinargerð um sóknaráætlanir landshluta fyrir árin 2020 - 2024. Í þessari greinargerð Byggðastofnunar og stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál er gerð grein fyrir ráðstöfun fjárframlaga til sóknaráætlunarsamninga og framkvæmd þeirra á samningstímabilinu 2020-2024.Meira
