Dreifnám í Austur-Húnavatnssýslu kynnt
Næstkomandi fimmtudag, þann 1. mars klukkan 17:00 verður haldin kynning á Dreifnámi í Austur Húnavatnssýslu í húsnæði Dreifnámsins að Húnabraut 4 á Blönduósi.
Á fundinum munu Lee Ann Maginnis, umsjónarmaður Dreifnáms í Austur-Húnavatnssýslu, Þorkell V. Þorsteinsson, aðstoðarskólameistari FNV, Þórdís Hauksdóttir, fræðslustjóri og fulltrúar frá nemendafélagi FNV kynna námsframboð, félagslíf og aðstöðu Dreifnámsins og FNV.
Allir nemendur í 9. og 10. bekk í grunnskólum Austur-Húnavatnssýslu eru sérstaklega boðaðir til fundarins. Dreifnámið er samvinnuverkefni Félags- og skólaþjónustu Austur-Húnavatnssýslu og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og er markmið þess að bjóða upp á eitt til tvö fyrstu námsár framhaldsskólans í heimabyggð. Á fundinum verður farið yfir námsframboðið, starfsemi Dreifnámsins og foreldrum/forráðamönnum og nemendum gefið tækifæri til spyrja spurninga.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.