Drengjaflokkurinn byrjar vel

Drengjaflokkur Tindastóls í körfuknattleik hóf keppnistímabilið með stæl þegar liðið rúllaði yfir Valsmenn 90-51 um helgina. Leikið var í íþróttahúsinu í Varmahlíð þar sem húsið á Króknum var upptekið.

 

Strákarnir gáfu tóninn strax í upphafi leiks, léku grimma maður á mann vörn alla völlinn og í hálfleik var staðan 40-18. Forskotið jókst í síðari hálfleik og eftir þrjá leikhluta var staðan orðin 62-35 en í síðasta leikhlutanum skoraði Tindastóll 28 stig gegn aðeins 16 stigum Valsmanna og stórsigur raunin 90-51.

 

Einar Bjarni Einarsson var stigahæstur Tindastólsmanna með 24 stig, Rúnar Áki Ernisson skoraði 15, Hákon Bjarnason 14, Þorbergur Ólafsson 12, Reynald Hjaltason 11, Pálmi Geir Jónsson 8 og Sigurður Gunnarsson 6.

 

Rafael Silva þjálfari strákanna var ánægður með leikinn og fram lag strákanna.

Fleiri fréttir