"Ég er aftur orðinn barn á bryggjunni"
feykir.is
Skagafjörður
28.05.2014
kl. 11.37
Björn Þ. Sigurðsson, sem allir Vestur-Húnvetningar þekkja sem Bangsa á Hvammstanga, er afskaplega hógvær maður en er þekktur fyrir að vera barngóður, handlaginn, hjálpsamur og hjartahlýr. Sjórinn og bryggjulífið hafa alla tíð verið Bangsa hugleikinn, þó hann segist ekki geta kallað sig sjómann í hefðbundnum skilningi þess orðs.
Hann segist hafa verið barn á bryggjunni og nú sé hann aftur kominn í þá stöðu. Blaðamaður mælti sér mót við Bangsa í notalegu húsnæði sem hýsti fjós og hlöðu meðan Bangsi var ungur en er nú orðið að notalegu kaffihúsi. Bangsi er í opnuviðtali 20. tölublaðs Feykis sem kom út í dag.