Einar Mikael og Töfrahetjurnar heimsækja Krókinn
Einar Mikael og Töfrahetjurnar ætla að leggja land undir fót og halda sýningar víða um Norðurland, með viðkomu á Sauðárkróki föstudaginn 3. október í sal FNV kl. 19:30. „Það er mikið búið verið að spyrja mig hvenær ég kæmi aftur norður og mig hlakkar rosalega til að koma norður og leyfa öllum að upplifa ógleymanlega kvöldstund,“ segir Einar Mikael.
„Sýningin er troðfull af flottum sjónhverfingum og nýjum atriðum sem hafa aldrei sést áður á Íslandi. Viktoría töfrakona verður með mér en hún er fyrsta töfrakonan á Íslandi og er alveg rammgöldrótt.“
Einar segir Viktoríu vera fyrstu töfrakonu Íslands sem kann margt fyrir sér í töfrabrögðum og er búinn að taka þátt í mörgum sýningum með mér um allt land. „Töfrabrögð eru ekki bara fyrir stráka og finnst mér mikilvægt að allar íslenskar stelpur geti átt frábæra fyrirmynd í töfrum, því okkur langar öllum að geta gert ótrúlega hluti,“ segir hann.
Ertu að vinna að nýjum sjónvarpsþáttum?
„Já, ég er búinn að vera taka upp þætti sem heita Töfrahetjurnar sem verða sýndir á Stöð 2 í haust. Þetta eru frábærir fjölskylduþættir sem fjalla um töfrabrögð og sjónhverfingar. Í þáttunum fáum við að kynnast hæfileikaríkum töfradýrum sem geta gert ótrúlega hluti og fáum einnig að fylgjumst við með tveimur ungum töfrahetjum.“
Er það rétt að þú náðir að þjálfa upp hrafn fyrir þættina?
„Það passar. Hrafninn heitir Þór og það er alveg ótrúlegt en satt þá náði ég að kenna honum nokkur töfrabrögð. Hann kann að draga spil, sveifla töfrasprota og finna faldna hluti. Þetta eru alveg ótrúlega gáfuð dýr og hann var mjög snöggur að læra. Maður þarf samt að passa sig á þeim því þeir eru mjög glysgjarnir og rosalega stríðnir.“
Miðaverð á sýninguna er 2.000 kr. við hurð en hægt er að fylgjast Einari Mikael og Töfrahetjunum á facebook.