65 umsóknir hlutu styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra
Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra var haldin 12. janúar í Sjávarborg á Hvammstanga við hátíðlega athöfn. Á heimasíðu SSNV segir að þar voru veittir styrkir í þremur flokkum, þar sem áhersla var lögð á að styðja við fjölbreytt og framsækin verkefni sem efla atvinnulíf, nýsköpun og menningu á svæðinu.
Alls hlutu 65 umsóknir styrk, samtals að upphæð 76.340.123 kr. Á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar fengu 22 umsóknir styrk að heildarupphæð 38.935.165 kr., en á sviði menningar var samþykkt að styrkja 43 umsóknir með samtals 37.404.958 kr. Verkefnin endurspegla mikla frumkvöðlastarfsemi og grósku á Norðurlandi vestra og munu stuðla að aukinni verðmætasköpun, atvinnuþróun og öflugu menningarlífi í landshlutanum.
Fjármagn Uppbyggingarsjóðsins er hluti af samningi Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra við stjórnvöld um framkvæmd Sóknaráætlunar Norðurlands vestra 2025–2029. Markmið sjóðsins er að styrkja byggðaþróun, efla samfélög og skapa forsendur fyrir sjálfbæra framtíð í landshlutanum með markvissri fjárfestingu í hugmyndum og verkefnum sem sprottin eru úr nærumhverfinu.
Atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni
Hæsta styrkinn að þessu sinni hlaut BioPol á Skagaströnd sem fékk fjórar milljónir vegna verkefnisins Hatchery development for commercial seaweeds. Fimm verkefni hlutu þriggja milljón króna styrk en það voru Frumhugsun ehf (Rabarbaron - markaðssókn), Farskólinn (Frá matarhandverki til markaðar), Arnrún Bára Finnsdóttir (Markaðssetning Rökkva Retreat ehf), LÓA Travel (Ferðir með leiðsögn um Norðurland) og Kaupfélag Skagfirðinga (Sjálfbær nýting hliðarstraums frá kjötvinnslu KS).
[ Styrkþegi | Verkefni | Upphæð ]
Framhugsun ehf. | Rabarbaron - Markaðssókn | 3.000.000 kr.
Ísponica ehf. | Hringrás-Hús Innovating Food Systems | 2.500.000 kr.
Farskólinn | Frá matarhandverki til markaðar | 3.000.000 kr.
Arnrún Bára Finnsdóttir | Markaðssetning Rökkva Retreat ehf. | 3.000.000 kr.
Sjávarlíftæknifyrirtækið BioPol ehf. | Circular Mushroom Cultivation from Local Residues | 1.500.000 kr.
Sjávarlíftæknifyrirtækið BioPol ehf. | Hatchery development for commercial seaweeds | 4.000.000 kr.
Elínborg Erla Ásgeirsdóttir | Breiðargerði garðyrkjustöð, móttökusvæði | 1.250.000 kr.
Elínborg Erla Ásgeirsdóttir | Vallhumall, óáfengur staðgengill freyðivíns | 2.500.000 kr.
LÓA Travel ehf. | Ferðir með leiðsögn um Norðurland | 3.000.000 kr.
ahsig ehf. | Sögu- og sælkeraferðir í Skagafirði | 2.300.000 kr.
Extis ehf. | Þróun og nýsköpun í hestavöruhönnun | 900.000 kr.
Evelyn Ýr Kuhne | Nafna- og litabanki íslenska fjárhundsins | 500.000 kr.
EIMUR | Sniglarækt – námsferð til Írlands | 500.000 kr.
Laufey Sunnu Guðlaugsdóttir | Studio Spinna | 500.000 kr.
Evelyn Ýr Kuhne | Sögukrókurinn | 320.000 kr.
Brynleifur G. Siglaugsson | Tonstígur í Hringversskógi | 1.000.000 kr.
EIMUR | Orkusamfélag Steingerðar | 2.000.000 kr.
Örvar Birkir Eiríksson | Markaðsátak fyrir Selasetur Íslands - Selaskoðun í sýndarveruleika | 405.165 kr.
Sjávarlíftæknisetrið BioPol ehf. | Living Crimson / Rauðbleikur | 1.500.000 kr.
Sigrún Davíðsdóttir | Saunasetrið | 1.500.000 kr.
Kaupfélag Skagfirðinga svf. | Sjálfbær nýting hliðarstraums frá kjötvinnslu KS | 3.000.000 kr.
Esja Arkitektar ehf. | Sumarhús - einingahús Norðurlands | 760.000 kr.
Menningar- og samfélagsverkefni
Á meðal umsókna sem hlutu náð fyrir augum úthlutunarnefnda má nefna eru eðlilega margir fastakúnnar Uppbyggingarsjóðsins eins og leikfélög og kórar og ýmsir fastir liðir í menningarstarfi á svæðinu. Nokkra nýja viðburði má þó sjá á listanum eins og t.d. Vísindadaga á Skagaströnd og Hinsegin hátíð í Skagafirði.
USVH | Hún 47. árgangur | 400.000 kr.
Halldór B. Gunnlaugsson | Höfuðstaður huldufólks - söfnun og skráning sagna | 1.000.000 kr.
Sögusetur íslenska hestsins | Sögusetrið á Landsmóti hestamanna | 1.000.000 kr.Hólmfríður Dóra Sigurðardóttir | Agnes – líf, störf og skáldskapur | 145.000 kr.
Ferðamálasamtök Norðurlands vestra | Sagan okkar: Fyrirtæki á Norðurstrandarleið | 800.000 kr.
Þorgrímur Ómar Tavsen | Vatnaveröld – smábátasafn | 1.500.000 kr.
Húnabyggð | Vatnsdæla á refli – stafræn upplifun | 1.800.000 kr.
Húnaþing vestra | Ljóðaleið 2025 | 800.000 kr.
Fornverk efh. | Varðveisla og skjalfesting torfhefða í Skagafirði | 1.208.800 kr.
Golfklúbburinn Ós | Veggjalist í Vatnahverfi | 345.358 kr.
Jóhann Daði Gíslason | Jólin heima | 1.000.000 kr.
Félag áhugafólks um íslenska jaðartónlist | Norðanpaunk 2026 | 400.000 kr.
Karlakórinn Heimir | Tónleikahald 2026 | 200.000 kr.
Sigurdís Sandra Tryggvadóttir | Bergmál fjallanna – tónar frá Norðurlandi vestra | 500.000 kr.
Skagfirski kammerkórinn | Skagfirski kammerkórinn | 400.000 kr.
Félag eldri borgara Húnaþingi vestra | Vor- og jólatónleikar 2026 | 400.000 kr.
Heimilisiðnaðarsafnið Blönduósi | Sumarsýnin / sérsýning | 400.000 kr.
Menningarfélag Húnaþings vestra | Dansskóli | 1.400.000 kr.
Skagafjörður | Indriði G. Þorsteinsson 100 ára | 600.000 kr.
Rabarbarafélagið | Rabarbarahátíð í gamla bænum á Blönduósi | 300.000 kr.
Skagafjörður | Hinsegin hátíð í Skagafirði | 650.000 kr.
Byggjum upp Hofsós og nágrenni | Bæjarhátíðin Hofsós heim 2026 | 750.000 kr.
Húnabyggð | Prjónagleðin 10 ára 2026 | 600.000 kr.
Unglist í Húnaþingi | Eldur í Húnaþingi 2026 | 500.000 kr.
Leikfélag Sauðárkróks | Með fullri reisn | 600.000 kr.
Leikflokkur Húnaþings vestra | Addams fjölskyldan | 1.000.000 kr.
Handbendi brúðuleikhús ehf. | Hvammstangi International Puppetry Festival 2026 | 1.900.000 kr.
Anna Árnína Stefánsdóttir | Sögur Hringversskottu | 400.000 kr.
Leikfélag Sauðárkróks | Blái hnötturinn | 800.000 kr.
Farskólinn | Viðhald og miðlun matarhandverks á Norðurlandi vestra | 1.000.000 kr.
Skagafjörður | Grúsk námskeið | 104.800 kr.
Herdís Guðlaug R. Steinsdóttir | Dagur vísindanna á Skagaströnd | 400.000 kr.
Byggðasafn Skagfirðinga | Matarkistan Skagafjörður | 1.300.000 kr.
Kakalaskáli ehf | Kakalaþing | 300.000 kr.
Birt með fyrirvara um villur.
