Einar töframaður með sýningu í kvöld

Töframaðurinn geðþekki, Einari Mikael, heimsækir Krókinn í dag og verður með töfrasýningu í FNV í kvöld. „Þetta er ný sýning með nýjum atriðum sem ég hef verið að vinna í og er mjög spenntur að heimsækja Krókinn,“ segir hann svo það má búast við glæsilegri sýningu.

„Ég er búinn að setja saman öll mín bestu atriði, átta ár af töfrum, sett saman í eina stórkostlega fjölskylduupplifun. Sýning samanstendur af ótrúlegum töfrabrögðum og mögnuðum sjónhverfingum. Ég leyfi líka áhorfendum að taka virkan þátt í öllu sem ég geri og það er alltaf einhvern sem fær að koma uppá svið og aðstoða mig,“ segir hann.

En hvað skyldi vera framundan hjá töframanninum?
„Er að klára nýja bók og galdrasett sem ég stefni á að gefa út fyrir jólin á þessu ári. Síðan er ég að undirbúa sýningu sem er ætluð fyrir erlenda ferðamenn þar sem ég nota náttúru íslands í töfrabrögðunum hjá mér.“

Sýningin hefst kl. 19:30 og eru miðar seldir við inngang á 1.500 kr.

Hér fyrir neðan má sjá eitt atriði sem tekið verður í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir