Einn Íslandsmeistaratitill í badminton kom norður

Júlía Marín, önnur frá vinstri, varð Íslandsmeistari í tvenndarleik í félagi við Guðrúnu Margréti Halldórsdóttur. Með þeim á myndinni eru þær Alda Máney Björgvinsdóttir og Kamilla Maddý Heimisdóttir frá Siglufirði. MYND AF SÍÐU BADMINTONDEILDAR TINDASTÓLS
Júlía Marín, önnur frá vinstri, varð Íslandsmeistari í tvenndarleik í félagi við Guðrúnu Margréti Halldórsdóttur. Með þeim á myndinni eru þær Alda Máney Björgvinsdóttir og Kamilla Maddý Heimisdóttir frá Siglufirði. MYND AF SÍÐU BADMINTONDEILDAR TINDASTÓLS

Íslandsmót unglinga í badminton fór fram um nýliðna helgi í húsnæði TBR í Reykjavík. Fram kemur í frétt á síðu Badmintondeildar Tindastóls að félagið sendi þrjá keppendur til leiks. Það voru þau Karl, sem keppir í U11B, Júlía Marín, sem keppir í U13A og Emma Katrín, sem keppir í U17A.

Í U11B var spilað í einliðaleik og tvíliðaleik en ekki keppt til úrslita. Karl Goðdal keppti í báðum greinum og spilaði marga hörkuleiki.

Júlía Marín átti einnig gott mót, hún náði í undanúrslit í einliðaleik og spilaði til úrslita í bæði tvíliða- og tvenndarleik. Hún og Erik Valur úr BH fengu silfrið í tvenndarleiknum en Júlía Marín og Guðrún frá ÍA sigruðu tvíliðaleikinn. Það kom því einn Íslandsmeistaratitill með norður.

Emma Katrín spilaði mjög vel í erfiðum flokki og náði í undanúrslit í öllum greinum. Hún kom svo við í Stykkishólmi í bakaleiðinni og spilaði með liði Tindastóls í úrslitakeppninni í körfubolta en það er auðvitað allt annað mál.

Karl Goðdal er Þórleifsson og Sólborgar en Emma Katrín og Júlía Marín eru dætur Freyju Emils og Helga badmintonþjálfara Jóhannessonar.

Hægt er að kíkja á fleiri myndir hér >

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir