Ekkert ferðaveður í Skagafirði

Ekkert ferðaveður er í Skagafirði í dag að sögn Lögreglunnar á Sauðárkróki og ráðleggur hún fólki að vera ekki á ferðinni nema brýna nauðsyn beri til.

Lögreglan hefur staðið í ströngu við að losa fasta bíla á Sauðárkróki í morgun en mikið öngþveiti hefur skapast vegna þessa. Veðurhamurinn á að ganga niður síðdegis eða í kvöld.

Fleiri fréttir