Ekkert gamlárshlaup á Sauðárkróki í ár

Frá hlaupinu 2017. Mynd:PF
Frá hlaupinu 2017. Mynd:PF

Gamlárshlaupið sem haldið hefur verið á Sauðárkróki mörg undanfarin ár og fjöldi manns tekið þátt í, fellur niður að þessu sinni vegna aðstæðna í þjóðfélaginu. Árni Stefánsson, sem  haldið hefur utan um skipulagningu mótsins, vill þó hvetja fólk til að fara út og hreyfa sig og nýta daginn til góðra hluta, jafnframt því sem hann biður fyrir góðar nýárskveðjur með von um að framtíðin beri mörg fleiri gamlárshlaup í skauti sér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir