Ekkert heitt vatn í Varmahlíð á morgun

Á morgun 25. janúar verður unnið í dælustöð hitaveitu í Varmahlíð frá klukkan tíu um morguninn sem hafa mun í för með sér að heitavatnslaust verður hjá öllum notendum sem fá heitt vatn frá Varmahlíð, að Blönduhlíð undanskilinni, en þar munu verða einhverjar truflanir.

Í tilkynningu frá Skagafjarðarveitum kemur fram að ekki sé hægt að segja til um hversu lengi ástandið vari en reynt verði að hraða vinnu eins og kostur er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir