Ekki 52 m/s á Þverárfjalli
feykir.is
Skagafjörður
21.10.2014
kl. 14.15
Þó að mörgum þyki eflaust fokið í flest skjól og að vetur konungur hafi komið með hvelli þetta árið, þá eiga upplýsingar þess efnis að vindhraði á Þverárfjalli sé 52 m/s ekki við rök að styðjast. Feyki barst ábending fyrir skömmu um að vefur Vegagerðarinnar um færð og veður sýndi þennan vindhraða.
Samkvæmt símtali við Vegagerðina eru þessar tölur alls ekki réttar og þykir mönnum þar á bæ líklegast að einhvers konar rafmagnstruflanir valdi því að sjálfvirk veðurstöð á fjallinu virki ekki sem skyldi.