Eldur í hesthúsi
feykir.is
Skagafjörður
24.10.2012
kl. 08.40
Eldur kom upp í nýlega byggðu hesthúsi á Hellulandi í Hegranesi rétt austan Sauðárkróks um eitt leytið í nótt. Mikið tjón varð en eldsupptök eru ókunn.
Hesthúsið er illa farið og allt brunnið sem inni í því var, reiðtygi og áhöld en áreiðanlegar heimildir herma að engar skepnur voru í húsinu.
Samkvæmt Lögreglunni á Sauðárkróki verður málið skoðað betur er líða tekur á daginn.
