Elizabeth Johnston með prjón frá Hjaltlandseyjum

Elizabeth Johnston verður með fyrirlestur og námskeið um Hjaltlenska prjónahefð 21. og 22.nóv. í samstarfi við Textílsetur og Hildi Hákonardóttur veflistarkonu. Í fyrirlestrinum ætlar Elizabeth að fara í gegnum Hjaltneska prjónasögu og fylgja prjónlesinu frá elstu fundum til dagsins í dag. Sérstök áhersla verður á sjalaprjón.

-Hjaltland á sér langa textílsögu. Við fylgjum sögu prjónless frá elstu fundum, gegnum munstrin; gegnum prjónuð brúksföt og gegnum verslunarvöruna þangað til versksmiðjuspunnið og litað band tók yfir.

Elizabeth Johnston er hjaltlensk spuna- og prjónakona. Hún lærði sem barn með því að fylgjast með ættingjum og vinum. Frá bernsku og unglingsárum þegar börnin voru heima, var prjónaskapur helsta aðferðin til að skapa vasapeninga, og síðar nauðsynlegar tekjur. Eftir því sem fjölskyldan stækkaði, fór spuninn að taka hug hennar allan og hún opnaði búð þar sem hún seldi handspunnið band og flíkur.

Elizabeth er og hefur djúpa innsýn inn í prjóna-, spuna- og vefnaðarmenningu heimalands síns.

Hjaltlendingar eru sauðfjárbændur frá fornu fari og eyjarnar liggja utan alfaravegar líkt og Ísland og margt í textílmenningu þeirra hefur varðveist frá fornu fari. Elizabeth hefur gert sér far um að skila þessari menningu til annarra, segir í tilkynningu frá Textílsetrinu.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku en Hildur Hákonardóttir veflistakona mun vera fyrirlesara innan handar með þýðingu og útskýringar.

Fyrirlesturinn er 21. nóvember nk. á Textílverkstæðinu Korpu, Korpúlfsstöðum. Námskeið verður næsta dag, mánudaginn 22.nóv. frá kl. 17.30. Áhersla verður á sjalaprjón, sjá hér fyrir neðan.

Fleiri fréttir