Elsti nýi prestur á Íslandi til Hofsós

Hjörtur Pálsson, var vígður til þjónustu við Hofsósprestakall sl, laugardag og mun Hjörtur þjóna þar í fæðingarorlofi Gunnars Jóhannessonar. Hjörtur er 67 ára gamall og þar með elsti maður til þess að vígjast til prestembættis hér á landi.

Þá mun Gísli Gunnarsson, settur prófastur í námsleyfi Döllu Þórðardóttur, þjóna við Sauðárkrókskirkju í veikindaleyfi séra Sigríðar Gunnarsdóttur. Ólafur Hallgrímsson mun þjóna í Miklabæjarprestakalli til áramóta er hann lætur af störfum sökum aldurs. Eftir áramót mun Gísli Gunnarsson þjóna þar til maíloka.

Fleiri fréttir