Endurgjaldslaus námsgögn í Blönduskóla
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
19.07.2017
kl. 17.29
Á fundi byggðaráðs Blönduósbæjar í gær var samþykkt að öllum börnum í Blönduskóla verði veitt nauðsynleg námsgögn og ritföng frá og með næsta hausti endurgjaldslaust. Er það liður í því að vinna gegn mismunum barna og styður við að öll börn njóti jafnræðis í námi, að því er segir í fundargerð byggðaráðs. Þar kemur einnig fram að Ríkiskaup hafa ákveðið að bjóða upp á sameiginlegt örútboð á námsgögnum grunnskóla og samþykkti byggðaráð að taka þátt í því.