Frábært veður fyrir Tækjamótið sl. helgi

Það er ekki ferð upp á fjöll nema því fylgi smá bras. Mynd: Skagfriðingasveit
Það er ekki ferð upp á fjöll nema því fylgi smá bras. Mynd: Skagfriðingasveit

Hið árlega Tækjamót Slysavarnarfélags Landsbjargar var haldið á laugardaginn í Skagafirði og nágrenni af sveitum á svæði 9 og 10 sem eru björgunarsveitirnar í Húnavatnssýslu og í Skagafirði. Um 260 manns voru skráðir á mótið og gríðarmagn af tækjum fylgdi þeim. Veðrið var frábært og ekki skemmdi fyrir að vel bætti í snjóinn á föstudeginum.

Á Facebook-síðunni Björgunarsveitin Skagfirðingasveit segir að jeppar hafi farið fram fjörðinn og upp að Hofsjökli en önnur tæki hittust á sleðaplaninu við Tindastól og fóru upp í Trölla, að Þúfnavöllum, upp à Kaldbak, Tindastól og víðar. Smá bras er alltaf nauðsynlegt í svona ferðum og var mesta brasið á buggý bíl Skagfirðingasveitarinnar en nokkrir félagar fóru í að koma honum í gang og fengu góða aðstoð frá félaga þeirra í Flugbjörgunarsveitinni í Varmahlíð sem fór í bæinn og sótti bolta til að græjan gæti klárað ferðina. Meðfylgjandi eru myndir sem teknar voru af Facebook-síðunum Björgunarsveitin Skagfirðingasveit, Björgunarsveitin Grettir og Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir