Samningar um rekstur Fab Lab smiðja endurnýjaðir

Ásmundur Einar Daðason, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir og Einar Þorsteinsson við undirritun samnings um Fab Lab Reykjavík. MYND: Róbert Reynisson
Ásmundur Einar Daðason, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir og Einar Þorsteinsson við undirritun samnings um Fab Lab Reykjavík. MYND: Róbert Reynisson

Á síðu stjórnarráðsins er sagt frá því að í vikunni hafi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Einar Þorsteinsson borgarstjóri og Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari undirritað nýjan samning um Fab Lab Reykjavík sem staðsett er í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Undirritun þessa samnings er sú fyrsta í röðinni í því ferli að endurnýja samninga við alls 11 Fab Lab smiðjur víðs vegar um landið.

Auk HVIN og MRN hafa sveitarfélög og ýmis fyrirtæki og stofnanir staðið að samningum við Fab Lab smiðjur. Rík áhersla hefur verið lögð á samstarf við heimamenn á viðkomandi stöðum um fjármögnun og uppbyggingu smiðjanna, en þær þjóna annars vegar tæknimenntun í grunn- og framhaldsskólum og hins vegar atvinnulífi, íbúum og frumkvöðlum í nærsamfélaginu.

FabLab smiðja er starfrækt við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir