Enn rafmagnslaust á nokkrum svæðum á Norðurlandi vestra

Mynd af rarik.is
Mynd af rarik.is

Þó rafmagn sé komið á að megninu til á Norðurlandi vestra eru enn nokkur svæði án þess en rafmagnslaust er á tveimur spennistöðvum í Vestur Hópi. Bilun er á Glaumbæjarlínu í Skagafirði og straumlaust er á milli Gýgjarhóls og Reynisstaða og Melur og Holtsmúli eru straumlaus. Þá er Skaginn að austanverðu rafmagnslaus að hluta en unnið er að því að gera við línuna, töluvert er af brotnum staurum.

Samkvæmt uppfærðri stöðu RARIK kl. 16:30 í dag er Vatnsnesið og Heggstaðarnes komin með rafmagn í Húnaþingi sem og Reykjaströnd í Skagafirði.

Komið er rafmagn frá Skeiðsfossvirkjun og allir forgangsorkunotendur með rafmagn.

Sjá nánar HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir