Er hlaupið ekki að hlaupa?

 Á heimasíðu Leiðbeiningarstöð heimilanna má finna mörg góð ráðin. Eitt ráðið er hvað gera skal er rifsberjahlaupið vill ekki hlaupa en það gerist ef berin eru orðin fullþroskuð og lítið um grænjaxla.

Við skulum sjá hvað snillingarnir á Leiðbeiningarstöðinni hafa að segja um þennan vanda; -Rifsber hafa víða þroskast óvenjusnemma í ár. Margir hafa hringt í Leiðbeiningastöðina undanfarna daga og sagt sínar farir ekki sléttar: Hlaupið er ekki að hlaupa.
Þetta stafar einkum af því að berin eru orðin fullþroskuð og lítið sem ekkert um grænjaxla. En þeir, ásamt greinum og laufblöðum, innhalda mikið af pektíni, sem nauðsynlegt er til að saftin hlaupi. 
Ef hlaupið hleypur ekki á 2-3 dögum er eina ráðið að hella úr krukkunum í pott og sjóða upp á leginum aftur.
Þá þarf að setja hleypiefni í lögin, t.d. rautt Melatín eða annað hleypiefni sem ætlað er fyrir saft sem búið er að setja sykur í.

Farið eftir leiðbeiningum á umbúðum og hellið í hreinar krukkur, en mikilvægt er að þvo þær vel aftur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir