Ægir Björn keppir á WodlandFest
Í morgun byrjaði hin fræga WodlandFest í Malaga á Spáni en þetta er einn af stærstu CrossFit viðburðum ársins í greininni og stendur yfir í þrjá daga. Þarna keppist besta CrossFit íþróttafólk í heimi um sæti á verðlaunapallinum og þeir sem enda í tveimur efstu sætunum fá keppnisrétt á Crossfit heimsleikana. Þessi viðburður sameinar því keppni, samfélag og adrenalín í umhverfi sem er hannað til að hvetja til mikilleika í CrossFit heiminum.
Til að eiga möguleika á að taka þátt þarf að skila inn svokölluðu qualifyi og náðu þrír íslenskir karlmenn inn í keppnina í ár. Skagfirðingurinn Ægir Björn Gunnsteinsson var einn af þeim sem náðu inn og endaði hann í 149. sæti í Evrópu og 541. sæti á heimsvísu á listanum um þátttökuréttinn. Ægir mun hefja keppni í event 1 núna kl. 9:35 og event 2 kl. 15:25 á íslenskum tíma og um að gera að fylgjast með kappanum á live streami sem hægt er að nálgast hér.
Gangi þér vel Ægir!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.