Erill hjá Íbúðalánasjóði

Svanhildur Guðmundsdóttir

Talsvert álag er á starfsfólki Íbúðalánasjóðs á Sauðárkróki í dag enda margir áhyggjufullir um stöðu mála og margar spurningar uppi. Leikreglur eru nánast samdar jafnóðum en tölvupóstur var sendur á starfsfólk eftir miðnætti í gærkvöld eftir að nýju lögin höfðu verið samþykkt þar sem staða mála eins og hún var þá var skýrð fyrir starfsfólki
-Hingað er mikið hringt í dag enda fólk órólegt yfir stöðu mála. Við höfum tekið við svona álagsskvettum áður og erum því ágætleg undir þetta búin, segir Svanhildur Guðmundsdóttir, sviðsstjóri þjónustusviðs lána hjá Íbúðalánasjóði. -Það er verið að funda um stöðu mála í félagsmálaráðuneytinu svo vonandi vitum við eitthvað meira á morgun. Þetta er gríðarlega stór viðbót ef við förum að taka yfir íbúðarlán bankanna en við getum annað töluvert meiru hér.
Verða þessar yfirtökur lánaeigendum að kostnaðarlausu?
-Kjörin eiga alla vega ekki að versna en útfærsla þessara mála liggur ekki fyrir svo ég get í raun ekki svarað þessari spurningu, segir Svanhildur.

Fleiri fréttir