Erindi til heiðurs Kristjáni Eldjárn

Tveir starfsmenn fornleifadeildar Byggðasafns Skagfirðinga, þau Bryndís Zoëga og Guðmundur St. Sigurðarson, voru meðal níu framsögumanna í málþingi til heiðurs Dr. Kristjáni Eldjárn 2014, sem Félag fornleifafræðinga stóð fyrir í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands á laugardaginn.

Erindi Guðmundar fjallaði um byggðaþróun út frá fornleifaskráningu undir yfirskriftinni Frá sjóbúðum til selja. Erindi Bryndísar, Geym vel það ei glatast má, fjallaði um fornminjar í hættu.Það er ekki á hverjum degi sem rannsóknastarfsemi safnsins fær jafn mikla athygli og við erum stolt af því,“ segir í frétt á vef Byggðasafnsins.

Fleiri fréttir