Ertu búin/n að skrá þig á námskeið hjá Farskólanum?

Í næstu viku verða fjögur námskeið í boði hjá Farskólanum. Það eru: Ríkara líf - þakklæti og haimgja, 360 gráðu heilsa, Áleggsgerð og Úrbeining, og um að gera að skrá sig á þau námskeið sem ykkur líst á:) Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki og Verslunarmannafélag Skagafjarðar greiða námskeiðsgjöldin að fullu fyrir sína félagsmenn. (Þátttakendur greiða sjálfir fyrir hráefni þar sem það á við) Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minna þau aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.

Ríkara líf - Þakklæti og hamingja - námskeiðið er haldið 12. feb., 19. feb. og 26. feb. kl. 17-19 - Skráning á námskeiðið er hér 

,,Á námskeiðinu öðlumst við þekkingu á hvernig við getum haft áhrif á hugsanir okkar og hegðun. Við skoðum hvað það er sem gerir okkur hamingjusöm og hvað er á okkar valdi að gera til að öðlast ríkara líf. Flest getum við verið föst í viðjum vanans og erum lítið að fara út fyrir þægindaramminn okkar. En hvenær er þægindaramminn orðinn heftandi? og hvenær er vanahegðun orðin óheilbrigð fyrir okkur eða ekki að þjóna okkur á sama hátt og áður?"

360 gráðu heilsa - vefnámskeið í 4 skipti - námskeiðið er haldið 13. feb. 20. feb. 27. feb og 5. mars frá kl. 17-18:30 - Skráning á námskeiðið er hér

,,Námskeiðið samanstendur af fjórum hlutum þar sem Rafn Hrafnsson heilsuráðgjafi færir þátttakendum heilsteypta formúlu að heilsusamlegra lífi eða það sem hann kallra 360° Heilsa.

Farið verður yfir alla þá lífsstílsþætti sem taldir eru vera undirstöður góðrar heilsu og hvernig hægt er að hámarkað hvern þátt til að uppskera bætta orku, hreysti, vellíðan og alhliða andlega og líkamlega heilsu."

Áleggsgerð - námskeiðið er haldið 17. feb. frá kl. 9-17 - Skráning á námskeiðið er hér

,,Farið verður yfir framleiðslu á mismunandi áleggstegundum sem henta á morgunverðarborðið eða fyrir hádegisbrunchinn. Þátttakendur gera nokkrar tegundir af áleggi, auk þess sem sýnikennsla verður á öðrum áleggstegundum. Þátttakendur hafa afurðir eigin vinnu með sér heim að námskeiði loknu."

Úrbeining á folaldi - námskeiðið er haldið 18. feb. frá kl. 9-17 - Skráning á námskeiðið er hér

,,Hver þátttakandi fær ½ folaldsskrokk og úrbeinar undir leiðsögn. Sýndar verða mismunandi leiðir á frágangi og fullvinnslu afurða. Þátttakendur eiga sinn hálfa skrokk og taka með sér heim."

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir