Fæðingarsögur feðra

Fæðingarsögur feðra. Myndir: FB/Fæðingarsögur feðra.
Fæðingarsögur feðra. Myndir: FB/Fæðingarsögur feðra.

Oftast er það þannig að meiri athygli lendir á móður en föður við fæðingu barns, eftir fæðingu og einnig á meðgöngu. Feður vilja því stundum verða útundan í fæðingarumræðunni. Því vilja Ísak Hilmarsson og Gréta María Birgisdóttir breyta og hyggjast gefa út bók um fæðingarsögur feðra.

Ísak og Gréta eiga von á sínu öðru barni nú í ágúst.Ísak og Gréta eru ungt par og eiga saman þriggja ára stúlku. Einnig er von á öðru barni núna í ágúst. Gréta er ljósmóðir og Ísak er verkefnastjóri í hugbúnaðarfyrirtæki og vinna þau að þessu verkefni í frítíma sínum.

„Markmiðið með verkefninu er að fá feður til að ræða sínar fæðingarsögur og upplifun af ferlinu við að eignast barn. Við óskum einnig eftir að þeir sem hafa áhuga á, skrifi sína sögu niður og sendi okkur þar sem við stefnum að því að gefa sögurnar út í bók til að þær varðveitist betur og lifi áfram. Við erum komin með þó nokkrar sögur eins og er en viljum endilega reyna að fá fleiri sögur inn í verkefnið og vekja betur athygli á því,“ segir Ísak aðspurður um tilgang verkefnisins.

Nú þegar hefur verkefnið vakið athygli fólks og hafa þau Gréta og Ísak m.a. farið í viðtöl í Ísland í dag og á X-inu.

Ísak og Gréta leita að alls konar sögum, venjulegum og óvenjulegum. Sögum frá tvíburafeðrum, feðrum sem hafa verið úti á sjó þegar barnið fæddist svo eitthvað sé nefnt. Ef þig langar að setja þig í samband við þau þá er hægt að ná í þau í gegnum Facebooksíðu verkefnisins og Instagramreikning.

/SHV

Ísak og Gréta ásamt dóttur sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir