Fasteignafélagið Borg ekki falt fyrir hlutafé í Ámundakinn

Á síðasta fundi byggðarráðs Húnaþings vestra var lagt fram bréf frá Ámundakinn ehf. dagsett 6. júní sl. þar sem félagið óskar eftir að fá að kaupa 1.693.983 hluti Húnaþings vestra í Fasteignafélaginu Borg ehf.

Tilboðið hljóðar upp á það að Ámundakinn kaupir hlutina á genginu 2,35 eða samtals að upphæð kr. 3.980.860 sem greiðist með 2.211.588 nýjum hlutum í Ámundakinn ehf.  á genginu  1,8 eða samtals kr. 3.980.860.   

Niðurstaða byggðarráðs var á þá leið að það er tilbúið að selja hluti sína í Fasteignafélaginu Borg ehf. á ofangreindu gengi, en hefur ekki áhuga á að kaupa hlutafé í Ámundakinn ehf.

Fasteignafélagið Borg ehf. er fasteignafélag um rekstur tveggja fasteigna á Hvammstanga og Sauðárkróki.

Fleiri fréttir