FEIF youth cup á Hólum
Þessa dagana standa æskulýðsnefnd LH og æskulýðsnefnd FEIF fyrir móti á Hólum. Um er að ræða alþjóðlegt ungmennamót íslenska hestsins. Á mótinu eru 78 þátttakendur ásamt þrettán liðsstjórum og fjórtán fararstjórum, eða alls um 100 manns.
Afþátttakendum eru ellefu íslenskir krakkar svo það eru 67 erlendir þátttakendur og jafn margir lánshestar sem þau erlendu munu nota til keppni á mótinu.
Búðirnar hófust á föstudaginn og hafa æfingar staðið yfir síðan. Á miðvikudaginn ætlar hópurinn svo í skoðunarferð um Skagafjörð.
Keppni hefst á fimmtudaginn og verður setningarathöfn kl. 14:00 á Hólum. Allir eru velkomnir að koma og horfa á keppnisdagana þrjár en mótinu lýkur næstkomandi laugardag, 19. júlí.