Fengu árskort á skíðasvæðið
Skíðadeild Tindastóls færði nemendum annars bekkjar Varmahlíðarskóla árskort á skíðasvæðið í gær en skíðadeildin hefur fært nemendum annars bekkjar þessa veglegu gjöf í nokkur ár.
Það var Viggó Jónsson staðarhaldari á skíðasvæði Tindastóls og Björgvin Björgvinsson skíðamaður frá Dalvík sem afhentu nemendum árskortin og nú má gera ráð fyrir að krakkarnir fjölmenni á fjallið von bráðar.
