Feykir.is 10 ára í dag

Frá opnunarteiti Feykis.is fyrir 10 árum.
Frá opnunarteiti Feykis.is fyrir 10 árum.

Í dag eru tíu á síðan Feykir.is fór formlega í loftið í fyrsta sinn. Margt manna mætti í kynningarhóf föstudaginn 26. september 2008 sem haldið var á Hótel Mælifelli en um kvöldið var síðan formlega opnuð á Laufskálaréttarskemmtun í reiðhöllinni á Sauðárkróki.

Ritstjóri Feykis og aðalhvatamaður að uppsetningu vefsins var Guðný Jóhannesdóttir sem nú starfar sem ferðaþjónustubóndi og kennari í Eyjafirði. Óhætt er að segja að viðtökur Feykis.is hafi verið góðar í gegnum áratuginn og samstarfið við íbúa Norðurlands vestra allt hið ágætasta.

Fleiri fréttir